Bjarkardalur 16-26 er á tveimur hæðum. Þar eru 12 glæsilegar og vel skipulagðar íbúðir. Íbúðirnar eru 3ja til 4ja herbergja og stærð íbúða er frá 67 til 85 m2 með geymslu í hverri íbúð. Stutt er í leik- og grunnskóla og í alla þjónustu að Fitjum.
Nýr leik- og grunnskóli, Stapaskóli, er í hverfinu, örstutt frá.
Falleg náttúra er allt um kring og stutt er í ýmiss konar útivistarmöguleika.
Allar íbúðir voru afhentar eigendum í mars 2022.