Breiðhella 18

Almennar upplýsingar

Stofnhús kynnir spennandi lóð við Breiðhellu 18 í ört vaxandi iðnaðarsvæði í Hafnarfirði, 221. Iðnaðarsvæðið við Hellnahraun er öflug þjónustumiðstöð fyrir atvinnulífið. Mörg frambærileg fyrirtæki hafa gert Hellnahraun að sínu heimasvæði. Mikil þjónusta er á svæðinu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Íbúðabyggð er í næsta nágrenni, þar er fjölskylduvænt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til útivistar og afþreyingar.

Stofnhús er með til sölu eða leigu atvinnuhúsnæði að Breiðhellu 18. Búið er að hanna fallegt hús á lóðina sem sýnir iðnaðar- og skrifstofubyggingu með sveigjanlegu skipulagi. Hönnun er ekki bindandi og er hugsuð til að gefa mögulegum samstarfsaðilum hugmynd um hvernig bygging rúmast fyrir á lóðinni.

Lóðin er um 9.200 m2 og byggingar geta verið um 4.600 m2. Lóðin er frábærlega staðsett, góð aðkoma og stutt í stofnbrautir. Húsnæði á þessum stað getur passað vel fyrir t.d vöruhús, iðnaðarhús, verkstæði, lager, skrifstofu og margt fleira.

Stofnhús er opið fyrir því að skipta byggingum upp í einingar og þróa hverja einingu með fleiri en einum aðila.

Stofnhús leitar að aðilum til að koma snemma inn í ferlið og taka þátt í að móta verkefnið.

Frekari upplýsingar er hjá skráðum fasteignasölum eða beint hjá Stofnhús.

stofnhus@stofnhus.is
519-7800


Myndir

Söluaðilar

Nánari upplýsingar

[object Object]

Hlynur
Halldórsson

Hraunhamar fasteignasala
[object Object]

Helgi Jón
Harðarson

Hraunhamar fasteignasala