Kuggavogur 26

Almennar upplýsingar

Við Kuggavog 26 í Reykjavík er Stofnhús fh. Kuggavog 26 ehf. að reisa glæsilegt fjölbýlishús.

Íbúðirnar eru vel skipulagðar tveggja til þriggja herbergja íbúðir auk geymslu í fimm hæða fjölbýli auk bílakjallara.

Með íbúðum á 1. hæð fylgir séreignareitur, rúmgóðar svalir fylgja íbúðum á 2. til 5. hæð.

Falleg náttúra er allt um kring og stutt er í ýmiss konar útivistarmöguleika.

Með íbúðum á 1. hæð fylgir séreignareitur sem er hellulagður að hluta. Stórar og rúmgóðar svalir fylgja íbúðum á 5. hæð. Húsið stendur á góðri lóð, með bílstæðum við götuna. Auk þess er bílakjallari, þar sem eitt stæði fylgir hverri íbúð. Þar sem möguleiki er að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.

  • Eignin skilast fullfrágengin að innan sem utan. Húsið er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með báruáli og/eða sléttu áli. Gluggar og útihurð eru úr ál/tré.
  • Allar íbúðir eru fullfrágengnar að innan með innréttingum frá HTH eða sambærilegu, fullmálaðar með harðparket og flísum á gólfi. Innréttingar og hurðar fallegar af vandaðri gerð. Vaskar blöndunartæki og hvítvörur eru af vandaðri gerð.
  • Öllum íbúðum fylgir sér geymsla í kjallara.
  • Jafnframt er í kjallara, sorprými auka hjóla- og vagnageymsla í sameignarrými. Tilgreindar stærðir íbúða eru birtar stærðir samkvæmt eignaskiptasamning.
Stofa - Íbúð 503

Innréttingar og tæki

Allar íbúðir eru fullbúnar með þeim innréttingum og tækjum sem fram koma í skilalýsingu.

Kaupendum stendur til boða val á útliti innréttinga, auk uppfærslu á tækjum, fram að ákveðinni dagsetninu. Ekki er hægt að breyta lögun eða færslu á innréttingum.

Innréttingar koma frá HTH og flest tæki eru frá koma AEG.

Samstarfsaðili Stofnhúsa eru Ormsson og sjá þau um öll samskipti vegna uppfærslna.

 

Einstök staðsetning

Vogabyggð er nýtt hverfi í Reykjavík, einstök staðsetning við Elliðarárvog.

Stutt er í leik- og grunnskóla og í alla þjónustu í Vogabyggð og í Vogahverfi.

Hverfið verður heildstæð og sjálfbær eining sem einkennist af mikilli blöndu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis sem rammar inn fjölskrúðugt mannlíf, mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Göngubrú er yfir Sæbraut við Tranavog og Snekkjuvog eflir vistvænar samgöngur milli hverfanna og eykur öryggi gangandi vegfarenda. Laugardalur og Glæsibær eru í göngufæri.


Íbúðir


Myndir


Sýningaríbúðir

Sýningaríbúð 403

Sýningaríbúð 502

Sýningaríbúð 304


Tímalína

Undirbúningsvinna

Lokið

Ágúst 2021

Framkvæmdir hefjast

Haust 2022

Sala íbúða hefst

Desember 2022

Val innréttinga lokið

Maí - júní 2023

Afhending

Söluaðilar

Opið hús

Hafið samband við fasteignasala til að fá að skoða íbúð.

[object Object]

Hrafnkell Pálmi
Pálmason

[object Object]

Þórarinn
Thorarensen

[object Object]

Aðalsteinn Jón
Bergdal

Trausti Fasteignasala