Um Stofnhús

Stofnhús er framkvæmdaraðili sem sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis. Okkar markmið er að vera leiðandi í byggingu íbúðarhúsnæðis á Ísland.

Stofnhús er þekkingarfyrirtæki í húsbyggingum sem vinnur náið með sínum viðskiptavinum. Við setjum markið hátt í öllu ferlinu. Þannig munum við skila góðum íbúðum til okkar viðskiptavina.

Okkur er annt um viðskiptavini okkar og því leggjum við metnað okkar í að heildarupplifun íbúðarkaupa sé jákvæð frá upphafi til enda. Til að ná þessum markmiðum leggjum við ríka áherslu á góða stjórnun og utanumhald verkefna. Tryggjum að hönnun og framkvæmd uppfylli ströngustu gæðaviðmið. Lykillinn að því er að velja til liðs við okkur góða og trausta samstarfsaðila sem vinna með okkur til lengri tíma.

Stofnhús er byggt á grunni aðila sem hafa verið lengi á markaðinum og við viljum skila því besta úr þeirri reynslu til viðskiptavina okkar.

Stofnhús vandar til verka. Þannig er kappkostað að allir samstarfsaðilar séu ábyrgir með reynslu hver á sínu sviði. Þetta á við hönnuði, stjórnendur, verktaka, byrgja osfrv.

Stjórnun verkefna fyrir Stofnhús ehf. er í höndum JT Verk ehf. - jtverk.is

JT Verk veitir sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmdar og verkefnastjórnunar byggingaverkefna. Verkefnastjórar JT Verk ehf. búa yfir verkfræðiþekkingu, auk mikillar reynslu úr framkvæmdageiranum, enda hafa þeir gegnt lykilstöðum í stjórnun og rekstri margra stórra verkefna í gegnum tíðina. Starfsmenn JT Verk ehf. hafa áratuga reynslu af byggingu íbúðarhúsnæðis.

Starfsmenn

Jónas Halldórsson

Jónas Halldórsson

Framkvæmdastjóri

Jónas Halldórsson er framkvæmdastjóri og stofnandi JT Verk en hann hefur starfað í byggingarbransanum í 35 ár. Hann er smiður í grunninn, með M.Sc í byggingarverkfræði og áratugareynslu af verkefnastjórnun stærri framkvæmda á Íslandi og í Noregi. Jónas er með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun (IPMA), og er löggiltur hönnuður fyrir burðarvirki, loftræstikerfi, vatns- hita og fráveitukerfi. Hann hefur starfað hjá verkfræðistofunni Strendingi, verktakafyrirtækjum eins og LNS Saga, auk þess sem hann vann í fimm ár að byggingu tónlistarhússins Hörpu.

Jónas stofnaði JT Verk því verkefnastjórnun framkvæmda var honum hugleikin, og í fyrirtækinu vildi hann nýta sína yfirgripsmiklu þekkingu á bransanum sem hann hafði safnað í sarpinn á löngum og farsælum ferli. Jónas segir framkvæmdabransann almennt vera íhaldssaman en hann telur mikilvægt að nýta nýja tækni og stafrænar lausnir, til að mynda þrívíddarmódel, til að einfalda framkvæmdir og hámarka afköst.

Reynir Örn Reynisson

Reynir Örn Reynisson

Verkefnastjóri

Reynir er sérfræðingur í verkefnastýringu, hann er með meistaragráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá frá Chalmers-háskólanum í Svíþjóð og býr að margra ára reynslu úr framkvæmdageiranum sem verkefnastjóri. Kom hann meðal annars að uppbyggingu Þeistareykjavirkjunar, en fyrir verkefnið hlaut Landsvirkjun gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga, “IPMA Global Project Excellence Award„, árið 2019.

Jónas Páll Viðarsson

Jónas Páll Viðarsson

Verkefnastjóri

Jónas Páll Viðarsson er verkefnastjóri hjá JT Verk, byggingarverkfræðingur að mennt sem sérhæfir sig í straumlínustjórnun framkvæmda. Hann hefur verið viðloðandi byggingarbransann frá unglingsaldri þegar hann byrjaði að skafa mótatimbur 15 ára gamall. Síðan hann útskrifaðist úr Háskóla Íslands með MSc. í byggingarverkfræði hefur hann komið að ótal framkvæmdum af öllum stærðum og gerðum, þar á meðal jarðvarmavirkjunum, skólum, leikskólum, hótelum og fjölbýlishúsum.

Jónas Páll sinnir utanumhaldi framkvæmda fyrir JT Verk, sér til dæmis um áætlanagerðir, eftirfylgni, samþættingu verkþátta, framkvæmda- og straumlínustjórnun, samskiptum við hagsmunaaðila, gæðastjórnun, innkaupum og samningagerð. Meðal nýlegra verkefna sem hann hefur stýrt eru fjölbýlishús í Reykjanesbæ, leikskóli í Reykjavík, endurbætur á húsnæði banka og breytingar á verslunarhúsnæði.

Halldór Jónasson

Halldór Jónasson

Verkstjórn og gæðamál

Halldór er verkstjóri á byggingarstað og hefur yfirumsjón með framkvæmdum, allt frá grunni til fullkláraðra fasteigna. Hann hefur meistararéttindi í húsasmíði og er faglærður matsmaður fasteigna. Hann hefur unnið í byggingabransanum í hálfa öld, heil 50 ár, þar lengst af sem verkstjóri framkvæmda. Áður en Halldór hóf störf hjá JT Verk starfaði hann um tíu ára skeið sem sölumaður byggingalausna hjá Sindra og Áltaki.

Birgir Reynisson

Birgir Reynisson

Verkstjórn

Birgir sinnir almennri verkstjórn við allar tegundir byggingaverkefna. Hann er húsasmíðameistari að mennt og hefur starfað við iðnaðinn allt sitt líf, í meira en 40 ár, mikið við framkvæmdir tengdar fjölbýlishúsum og vatnsaflsvirkjunum.

Sigríður Rut Jónsdóttir

Sigríður Rut Jónsdóttir

Fjármál og bókhald

Sigríður er með menntun í Starfsmannastjórnun frá HÍ en hún hefur unnið í fjármálageiranum í áraraðir og hefur þaðan víðtæka og mikla reynslu. Sigríður hefur áður komið að vinnu fyrir framkvæmdageirann en meira hefur hún verið í fjármálafyrirtækum svo sem Sjóvá sem hún vann hjá í 9 ár. Hjá JT Verk felst starf hennar í umsjón með fjárhags og viðskiptamannabókaldi, greiðslu og innheimtu reikninga JT Verks og tengdra félaga. Skipulagningu og greiningu fjárstreymis, eftirlit með tímaskráningum, upplýsingagjöf tengda fjármálum og verkefna.

Tryggvi Björnsson

Tryggvi Björnsson

Ýmis verkefni

Tryggvi Björnsson er útskrifaður með M.Sc. í viðskiptafræði. Starfar sem sérfræðingur í fjármögnun verkefna. Tryggvi hefur áratuga reynslu af fjármálastarfsemi hjá Íslandsbanka og Vikingpay.

Kári Árnason

Kári Árnason

Ýmis verkefni

Kári Árnason er útskrifaður með M.Sc. í viðskiptafræði. Hann starfar við ýmis verkefni tengdri fjármögnun verkefna. Kári á langan feril á baki í knattspyrnu, starfar nú sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking ofl.