
Við Hnjúkamóa 16 reisir Stofnhús glæsilegt fimm hæða fjölbýlishús með 22 vönduðum og vel skipulögðum íbúðum. Íbúðirnar eru 2ja til 4ja herbergja og stærðir þeirra eru frá 51 til 157 m2.
Allar íbúðir eru afhentar fullbúnar að innan með fallegum, sérsmíðuðum innréttingum frá Voké-III og vönduðum AEG heimilistækjum frá Rafha. Slitsterkt harðparket er á gólfum og ljósar, ítalskar flísar á baðherbergjum - allt frá Álfaborg.
Frekari upplýsingar í sölubækling íbúða.
Íbúðir uppfylla skilyrði fyrir hlutdeildarlán.
Hafið samband við fasteignasala fyrir nánari upplýsingar.


Hafið samband við fasteignasala til að fá að skoða íbúð.
Hafið samband við fasteignasala til að fá að skoða utan auglýstra tíma.
![[object Object]](/img/solumenn/fastlind-heimir.jpg)
Það er margt spennandi að gerast í Þorlákshöfn um þessar mundir þar sem unnið er að fjölbreyttri uppbyggingu. Í þorlákshöfn blasa við einstök tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu. Bæði fyrir fjölskyldur, fyrirtæki, frumkvöðla og þá rótgrónu.
Þorlákshöfn býður upp á öflugt íþróttastarf, frábæra sundlaug og næga atvinnu. Stutt er í leik- og grunnskóla og í alla þjónustu í nágrenninu. Falleg náttúra er allt um kring með ýmiss konar útivistarmöguleika.
Góðar tengingar við önnur sveitafélög. Þorlákshöfn er sannkallaður framtíðarstaður.
Glæsilegar þakíbúðir eru á 5. hæð með stórri þakverönd og fallegu útsýni. Íbúðirnar eru stórar með aukinni lofthæð, gólfsíðum gluggum og gólfhita. Hjónaherbergi eru rúmgóð með fatarými og aðgengi út á svalir með fallegu útsýni. Timburpallur er á þakverönd og þar eru tengingar fyrir heitan pott eða saunuklefa. Lokuð bílgeymsla á jarðhæð fylgir öllum þakíbúðum.
Þakíbúðirnar bjóða upp á aukinn sveigjanleika, meira rými og glæsilegt yfirbragð, fyrir þá sem vilja aðeins meira.
Frekari upplýsingar í sölubækling þakíbúða.






Lokið
Framkvæmdir hefjast
Sala íbúða hefst
Afhending