Um Stofnhús

Stofnhús byggingarfélag sérhæfir sig í byggingu íbúðarhúsnæðis og stefnir að því að vera leiðandi aðili í faglegri og traustri uppbyggingu íbúða á Íslandi. Félagið byggir á þekkingu, reynslu og gæðum, með það að leiðarljósi að skila vel hönnuðum og vönduðum íbúðum þar sem notagildi, gæði og þægindi eru í forgrunni.

Stofnhús er annt um viðskiptavini sína og leggur metnað í að heildarupplifun íbúðarkaupa sé jákvæð frá upphafi til afhendingar. Með skýrri verkstjórn og náinni samvinnu við trausta hönnuði, verktaka og birgja tryggir félagið að framkvæmdir uppfylli ströngustu gæðakröfur og að nýtt heimili verði áreiðanleg og góð fjárfesting til framtíðar.

Stofnhús byggir á grunni aðila með áratuga reynslu á íslenskum fasteignamarkaði og nýtir þá þekkingu til að skila traustum og vönduðum lausnum í takt við þarfir nútímans.

JTV ehf. (jtv.is) sér um verkefna- og framkvæmdastjórn fyrir Stofnhús byggingarfélag. JTV veitir sérhæfða þjónustu á sviði byggingastjórnunar og býr yfir mikilli reynslu af íbúðaverkefnum víðs vegar um landið.

Verkefnastjórar JTV eru reynslumiklir stjórnendur með góða innsýn í alla þætti framkvæmdarferilsins og hafa stýrt fjölmörgum umfangsmiklum og krefjandi verkefnum undanfarin ár. Með fagmennsku og öugu utanumhaldi tryggir JTV að verkefni gangi vel frá fyrstu hönnun til afhendingar lykla.

Starfsfólk

Jónas Halldórsson

Jónas Halldórsson

Forstjóri (CEO)

Jónas Páll Viðarsson

Jónas Páll Viðarsson

Framkvæmdastjóri

Guðni Þór Gunnarsson

Guðni Þór Gunnarsson

Verkefnastjóri

Finnur Már Erlendsson

Finnur Már Erlendsson

Verkefnastjóri

Birgir Reynisson

Birgir Reynisson

Verkstjóri

Tryggvi Björnsson

Tryggvi Björnsson

Ýmis verkefni

Kári Árnason

Kári Árnason

Ýmis verkefni

Kristófer Máni Jónasson

Kristófer Máni Jónasson

Aðstoðar verkefnastjóri

Sigríður Rut Jónsdóttir

Sigríður Rut Jónsdóttir

Bókhald

Ragna Helgadóttir

Ragna Helgadóttir

Verkefnastjóri